Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 10:09 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira