Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 22:09 Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, Garðabæ, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur. Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur.
Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56
Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00