Sport

Ísak Óli varð Íslandsmeistari með yfirburðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli vann allar sjö greinarnar.
Ísak Óli vann allar sjö greinarnar. mynd/frí

Ísak Óli Traustason, UMSS, varð í dag Íslandsmeistari í sjöþraut karla.

Ísak fékk alls 5336 stig sem er aðeins átta stigum frá hans besta árangri í greininni. Þeim náði hann á Meistaramótinu í fyrra.

Yfirburðir Ísaks um helgina voru miklir og hann vann allar sjö greinarnar.

Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, varð annar og Andri Fannar Gíslason, KFA, þriðji.

Í sjöþraut pilta 18-19 ára varð Dagur Fannar Einarsson hlutskarpastur og í flokki pilta 16-17 ára hrósaði Þorleifur Einar Leifsson sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×