Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 21:00 Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira