Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 21:00 Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira