Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK komust aftur á sigurbraut þegar þeir lögðu OFI Crete að velli, 4-0, í grísku úrvalsdeildinni í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir og heimamenn skoruðu fjögur mörk.
Sverrir lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er í 2. sæti deildarinnar með 55 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Olympiacos.
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Padova sem gerði 1-1 jafntefli við Cesena í B-riðli ítölsku C-deildarinnar.
Padova er í 5. sæti B-riðils með 44 stig eftir 25 leiki.
Fótbolti