Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni.
Eftir klukkan 22 í kvöld má reikna má með strekkingsvindi og að snjór fjúki í skafla á umræddu svæði, er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Viðvaranirnar taka ýmist gildi í nótt eða í fyrramálið og ná fram á aðfaranótt miðvikudags.
Spáð er norðan hvassviðri eða stormi í landshlutunum og gæti vindur náð allt að 23 metrum á sekúndu. Veðurstofan varar við versnandi akstursskilyrðum og hvetur ferðalanga til að sýna varkárni.