Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent