Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“ Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“
Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02