Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 19:29 Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30