Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Neyðarástandi var lýst á Keflavíkurflugvelli þegar farþegaþota Icelandair á leið frá Berlín hlekktist á eftir lendingu síðdegis í dag. Vélin hvílir nú á vængnum á flugbrautinni og hefur áfallateymi Rauða krossins verið kallað til. 166 farþegar voru um borð í vélinni en engin slys urðu á fólki.

Við ræðum atvikið við forstjóra Icelandair í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Við ræðum við móður transbarns segir segir að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig. Við segjum einnig frá fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar í morgun. Það varð enginn árangur af honum en annar fundur hefur verið boðaður á mánudag.

Loðnubrestur virðist vera óumflýjanlegur annað árið í röð; við fjöllum um það, og um flokksráðsfund Vinstri Grænna þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að Samherjamálið sýndi þörfina fyrir aukið gagnsæi í atvinnulífinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×