Vaka hagsmunafélag stúdenta 85 ára Azra Crnac og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir skrifa skrifar 7. febrúar 2020 12:30 Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun