Enski boltinn

„Held ég að hann muni spila á Englandi einn daginn? Auðvitað mun hann gera það“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland í leik með Dortmund á dögunum en hann hefur komið vel inn í leik liðsins.
Håland í leik með Dortmund á dögunum en hann hefur komið vel inn í leik liðsins. vísir/getty

„Held ég að hann muni spila á Englandi einn daginn? Auðvitað mun hann gera það“

Jan-Age Fjortoft, fyrrverandi leikmaður í enska boltanum og nú sparkspekingur í Noregi, segir að Erling Braut Håland sé á réttum stað í augnablikinu en segir að England muni heilla hann í framtíðinni.

Þessi nítján ára gamli Norðmaður hefur verið magnaður hjá Dortmund og byrjað frábærlega eftir að hafa komið til félagsins í janúarglugganum frá Red Bull Salzburg.

„Ég held að það séu engar líkur á að maður hefði hugsað sér að hann myndi gera þetta,“ sagði Fjortoft í samtali við BBC Radio 5 LIVE.

„Hann skorar meira og minna úr öllum þeim færum sem hann fær. Hann er frábær og er einn af þeim bestu ungu leikmönnum sem við eigum í fótboltanum.“

„Gleymum því þó ekki að hann er nítján ára gamall.“







„Þú lítur á félögin og það er ekki eins og Dortmund sé einhver þróunarstöð. Þeir fá 81 þúsund manns á völlinn í hverri viku, þeir eru í Meistaradeildinni sem nokkur frábær lið eru ekki og leikmennirnir fara úr því að verða góðir í að verða frábærir.“

„Hann getur bætt sig og hann ætti að gera það. Það er ástæðan fyrir því að hann fór til Salzburg en ekki Juventus því þeir eru frábærir í að mennta unga leikmenn.“

„Hann hefði getað farið til Manchester United eða Juventus en hann valdi Dortmund. Að vakna sem nítján ára piltur og hafa skorað þrjú mörk í fyrsta leiknum hjá Dortmund er gott. Það er gott að hann gerði það ekki í Manchester og ekki í Tórínó. Þetta er gott fyrir ferilinn.“

„Held ég að hann muni spila á Englandi einn daginn? Auðvitað mun hann gera það. Hann fæddist á Englandi en nú er Dortmund besti staðurinn fyrir hann.“




Tengdar fréttir

Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg

Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund. Þá unnu Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×