Bandarísk stjórnvöld vinna að meðferð við Wuhan-veirunni Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 21:45 Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Getty/picture alliance Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57
Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15