Dularfulla húsið við höfnina sagt vera draumahöll sveitarstjórans Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2020 18:11 Húsið dularfulla séð frá löndunarbryggjunni. Það hvílir utan í brekkunni og bergstálinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þriggja hæða hús sem rís við smábátahöfnina á Borgarfirði eystri þykir nýstárlegt í laginu miðað við hefðbundin hafnarmannvirki og vekur forvitni aðkomufólks. Það er byggt utan í brekku og að því liggja miklar tröppur að ofanverðu frá útsýnissvæði og bílastæði en einnig er hægt að ganga inn í það frá bryggjunni að neðanverðu. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 var sjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson gripinn tali á bryggjunni við löndun. Hann var spurður hvort þessu veglega húsi væri ætlað að vera lúxus salerni fyrir sjómennina. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður við löndun á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta hefur nú verið kallað draumahöllin hans sveitarstjórans,“ svaraði Kári. „En þetta verður bara stolt okkar, fyrir ferðamenn, og aðstaða fyrir sjómenn líka. Það er svona meiningin að það verði einhverjar veitingar á miðhæðinni og einhverjar svona upplýsingar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það á bæði að þjóna sjómönnum og ferðamönnum? „Já, já. Og svo, - við eigum alveg eftir að venjast útlitinu. Þetta verður bara ljómandi laglegt hús líka,“ sagði Kári Borgar. Séð yfir höfnina og Hafnarhólma. Húsið er neðst fyrir miðri mynd og úr því fæst góð sýn yfir hafnarsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eiginkonan, Helga Björg Eiríksdóttir, sagði frá fyrirtækinu sem þau hjónin keyptu í haust frá Eskifirði í þeim tilgangi að styrkja byggðina á Borgarfirði og fjölga þar störfum. Það heitir Harðfiskverkunin Sporður og framleiðir bitafisk, og bætist við nýstofnaða sængurgerð. Hér má sjá myndskeið úr þættinum: Borgarfjörður eystri Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. 3. febrúar 2020 22:06 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þriggja hæða hús sem rís við smábátahöfnina á Borgarfirði eystri þykir nýstárlegt í laginu miðað við hefðbundin hafnarmannvirki og vekur forvitni aðkomufólks. Það er byggt utan í brekku og að því liggja miklar tröppur að ofanverðu frá útsýnissvæði og bílastæði en einnig er hægt að ganga inn í það frá bryggjunni að neðanverðu. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 var sjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson gripinn tali á bryggjunni við löndun. Hann var spurður hvort þessu veglega húsi væri ætlað að vera lúxus salerni fyrir sjómennina. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður við löndun á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta hefur nú verið kallað draumahöllin hans sveitarstjórans,“ svaraði Kári. „En þetta verður bara stolt okkar, fyrir ferðamenn, og aðstaða fyrir sjómenn líka. Það er svona meiningin að það verði einhverjar veitingar á miðhæðinni og einhverjar svona upplýsingar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það á bæði að þjóna sjómönnum og ferðamönnum? „Já, já. Og svo, - við eigum alveg eftir að venjast útlitinu. Þetta verður bara ljómandi laglegt hús líka,“ sagði Kári Borgar. Séð yfir höfnina og Hafnarhólma. Húsið er neðst fyrir miðri mynd og úr því fæst góð sýn yfir hafnarsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eiginkonan, Helga Björg Eiríksdóttir, sagði frá fyrirtækinu sem þau hjónin keyptu í haust frá Eskifirði í þeim tilgangi að styrkja byggðina á Borgarfirði og fjölga þar störfum. Það heitir Harðfiskverkunin Sporður og framleiðir bitafisk, og bætist við nýstofnaða sængurgerð. Hér má sjá myndskeið úr þættinum:
Borgarfjörður eystri Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. 3. febrúar 2020 22:06 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45
Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. 3. febrúar 2020 22:06
Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15