Samfélagsleg ábyrgð og uppbygging innviða? Sandra B. Franks skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun