Til hamingju kennarar, skólastjórnendur og allir starfsmenn skóla í Garðabæ! Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 14:30 Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar