Skoskur ráðherra segir af sér vegna samskipta við unglingsdreng Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:15 Derek Mackay var talinn rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins. Vísir/Getty Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013. Bretland Skotland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013.
Bretland Skotland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira