Samviska Háskóla Íslands Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:00 Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar