Tanngreiningar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar