Þjálfari ÍBV sagður hafa kallað dómara „djöfulsins apakött“ Henry Birgir Gunnarsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 6. febrúar 2020 10:00 Sigurður Bragason er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV. vísir/bára Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Sjá meira
Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Sjá meira
ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30