Fækka íbúðum og stækka græn svæði vegna athugasemda íbúa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 14:56 Gróf teikning af svæðinu. Mynd/Reykjavíkurborg Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03