Cristiano Ronaldo datt í dag inn á seinni hluta fertugsaldursins þegar hann hélt upp á 35 ára afmælið sitt.
Frammistaða Cristiano Ronaldo á árunum 30 til 34 ára hefur verið stórkostleg og það góð að hún hefur kallað á samanburð á því sem hann var að gera frá 25 til 29 ára sem eru almennt talinn vera bestu ár knattspyrnumanna.
Það má líkja tölfræði Cristiano Ronaldo við rauðvínið sem verður bara betra með aldrinum en hana má sjá hér fyrir neðan.
Happy 35th birthday, Cristiano Ronaldo!
— ESPN FC (@ESPNFC) February 5, 2020
Still a goal-scoring machine pic.twitter.com/FbbcWa7cIe
Cristiano Ronaldo var að skila mjög svipaðri einstaklingstölfræði frá 30 til 34 ára og hann var að gera frá 25 til 29 ára. Það var aftur á móti að vinna fleiri titla á síðustu fimm árum sínum.
Ronaldo skoraði 0,97 mörk í leik frá 25 til 29 ára en 0,94 mörk í leik á undanförnum fimm árum. Hann vann aftur á móti sjö stóra titla á síðustu fimm árum á móti „aðeins“ tveimur á árunum 25 til 29 ára.
Í tölfræðinni hér fyrir ofan er aðeins tekin inn tölur og titlar hans með félagsliðunum en tveir af fyrrnefndum sjö stóru titlum vann Ronaldo með portúgalska landsliðinu.