Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi sig ekki hafa vald til að hjálpa konunum að ná fram jafnrétti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:30 Andreea Arsine frá Rúmeníu í keppni í 20 km göngu á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Julian Finney Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt. Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt.
Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira