Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2020 09:02 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ástandið í Eyjum alvarlegt. Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18