Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Lionel Messi var ekki ánægður með orð íþróttastjórans. Getty/David Ramos Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira