Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:15 Mary-Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein, mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður Írlands en um 41% svarenda í könnunum segjast ánægðir með störf hennar. Vísir/EPA Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016. Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016.
Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent