Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 14:18 Frá staðnum við Halsa þar sem Keikó rak á land árið 2003. Getty Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju. Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju.
Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira