AC Milan lék án Zlatan Ibrahimovic í dag og það sást á leik liðsins er liðið gerði 1-1 jafntefli við Hellas Verona á heimavelli. Þá skoraði Ciro Immobile tvö mörk í 5-1 sigri Lazio sem gerir hann að markahæsti leikmanni Evrópu um þessar mundir.
Davide Faraoni kom gestunum í Verona yfir á 13. mínútu en Tyrkinn Hakan Calhanoglu jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik og allt til leiksloka.
Sofyan Amrabat fékk reyndar beint rautt spjald á 68. mínútu og gestirnir því manni færri síðustu 22 mínútur leiksins. Heimamenn voru næstum búnir að nýta sér það en þeir áttu skot í stöng í uppbótartíma.
Nær komust þeir ekki og niðurstaðan því jafntefli, 1-1.
AC Milan er þar með komið upp í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og Cagliari en Milan hafa betur á innbyrðis viðureignum.
Framherjinn Ciro Immobile skoraði tvívegis í dag er Lazio vann 5-1 sigur á SPAL. Þar með er hann kominn með 24 mörk í 21 leik á leiktíðinni en enginn hefur skorað fleiri mörk í stærstu fjórum deildum Evrópu.
Lazio komst þar með upp í 2. sætið með 49 stig, fimm stigum minna en topplið Juventus.
Ciro Immobile has now scored 24 goals in 21 league games so far this season, more than any other player in Europe's top five divisions.
— Squawka Football (@Squawka) February 2, 2020
Incredible form. pic.twitter.com/jziNF8HiAD