Fótbolti

Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í treyju Yenti Malatyaspor.
Viðar Örn í treyju Yenti Malatyaspor. Vísir/Twitter

Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0.

Viðar Örn kom inn af varamannabekknum hjá Yeni Malatyaspor gegn Alanyaspor en þá var staðan 2-0 fyrir heimamönnum. Skoraði fyrrum Newcastle United maðurinn Papiss Cissé seinna mark þeirra ásamt því að leggja upp það fyrra. Yenti náði að minnka muninn en nær komust þeir ekki, lokatölur 2-1.

Malatyaspor er í 10. sæti deildarinnar með 24 stig þegar 19 umferðum er lokið. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði Darmstadt sem gerði 2-2 jafntefli við VfL Osnabrück í þýsku B-deildinni. Lagði Guðlaugur upp fyrra mark liðs síns ásamt því að næla sér í gult spjalt á 15. mínútu leiksins. Var hann tekinn af velli á 81. mínútu en skömmu síðar jafnaði Osnabrück metin.

Lokatölur 2-2 en Darmstadt í 11. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 20 umferðir.

Þá var Theódór Elmar Bjarnason í byrjunarliði Akhisarspor í tyrknesku B-deildinni er liðið tapaði 2-0 fyrir Altinordu á útivelli. Liðið er í 8. sæti með 28 stig þegar 20 umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×