Fótbolti

Berglind kom AC Milan á bragðið í mikilvægum sigri á Inter

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg fagnar jöfnunarmarki sínu í dag.
Berglind Björg fagnar jöfnunarmarki sínu í dag. Vísir/Getty

Berglind Björg Þorvaldsdóttir heldur áfram að gera gott mót á Ítalíu en hún skoraði annað marka AC Milan sem lagði erkifjendur sína í Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 AC Milan í vil eftir að hafa lent undir.

Leikurinn var markalaus fram í síðari hálfleik þegar gestirnir í Inter komust yfir með marki Eva Bartoňová á 51. mínútu leiksins. Berglind Björg jafnaði svo metin fyrir heimastúlkur á 69. mínútu og skömmu síðar fékk Beatrice Merlo sitt annað gula spjald í liði Inter og þær því orðnar aðeins tíu á vellinum.

AC Milan nýtti sér liðsmuninn og skoraði Valentina Giacinti sigurmark leiksins þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Lokatölur 2-1 og AC Milan komið upp í 3. sæti deildarinnar eftir fjóra sigurleiki í röð. Liðið er með 29 stig og leik til góða á Fiorentina sem er í 3. sæti með 32 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×