Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi. Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi.
Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira