Draga lærdóm af óveðrinu mikla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2020 23:30 Brotnir rafmagnsstaurar fyrir utan Dalvík eftir óveður í desember. Vísir/Egill Óveðrið mikla sem reið yfir landið í desember var gert upp á íbúafundi á Dalvík á miðvikudaginn. Viðbragðshópur hefur verið stofnaður ef ske kynni að viðlíka aðstæður skapast aftur. Dalvíkurbyggð var einna verst út í óveðrinu mikla í desember. Víða varð rafmagnslaust dögum saman þar sem rafínur gáfu sig, sum staðar varð hitalaust og fjarskiptakerfi datt út. Til að mynda varð fimm manna fjölskylda í botni Svarfaðardals algjörlega sambandslaus við umheiminn í sólarhring. Að undanförnu hafa Dalvíkingar og nærsveitungar lagt vinnu í að rýna í hvað betur hefði mátt fara. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.Vísir/Tryggvi Páll „Við sáum alveg að við getum bætt okkur, til dæmis varðandi vettvangsstjórnun á heimavelli. Við vorum með aðgerðarstjórnina á Akureyri og það tókst vel en við hefðum getað bætt hér að vera með hóp viðbragðsaðila í sveitarfélaginu sjálfu sem að þekkir aðstæður íbúana og þekkir til eins og lófann á sér,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Úr því hefur nú verið bætt. „Og þar hefðum við geta bætt okkur varðandi upplýsingagjöf og upplýsingaöflun og við höfum tekið á því. Við höfum stofnað hérna hóp viðbragsaðila sem mun funda reglulega,“ segir Katrín.Nú var þetta mikið óveður, mikið tjón á mörgum stöðum en er eitthvað jákvætt sem kom út úr þessu öllu saman? „Já, við getum sagt það að við fundum það vel á meðan á óveðrinu stóð og eftir hvað samstaða fólks og náungakærleikurinn er ríkjandi í samfélaginu. Við vissum það reyndar fyrir að það var mikill mannauður hérna en við urðum áþreifanlega vör við það að fólk stóð þétt og vel saman og tók á þessu öllu saman af mikilli auðmýkt og æðruleysi.“ Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. 13. desember 2019 23:16 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Óveðrið mikla sem reið yfir landið í desember var gert upp á íbúafundi á Dalvík á miðvikudaginn. Viðbragðshópur hefur verið stofnaður ef ske kynni að viðlíka aðstæður skapast aftur. Dalvíkurbyggð var einna verst út í óveðrinu mikla í desember. Víða varð rafmagnslaust dögum saman þar sem rafínur gáfu sig, sum staðar varð hitalaust og fjarskiptakerfi datt út. Til að mynda varð fimm manna fjölskylda í botni Svarfaðardals algjörlega sambandslaus við umheiminn í sólarhring. Að undanförnu hafa Dalvíkingar og nærsveitungar lagt vinnu í að rýna í hvað betur hefði mátt fara. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.Vísir/Tryggvi Páll „Við sáum alveg að við getum bætt okkur, til dæmis varðandi vettvangsstjórnun á heimavelli. Við vorum með aðgerðarstjórnina á Akureyri og það tókst vel en við hefðum getað bætt hér að vera með hóp viðbragðsaðila í sveitarfélaginu sjálfu sem að þekkir aðstæður íbúana og þekkir til eins og lófann á sér,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Úr því hefur nú verið bætt. „Og þar hefðum við geta bætt okkur varðandi upplýsingagjöf og upplýsingaöflun og við höfum tekið á því. Við höfum stofnað hérna hóp viðbragsaðila sem mun funda reglulega,“ segir Katrín.Nú var þetta mikið óveður, mikið tjón á mörgum stöðum en er eitthvað jákvætt sem kom út úr þessu öllu saman? „Já, við getum sagt það að við fundum það vel á meðan á óveðrinu stóð og eftir hvað samstaða fólks og náungakærleikurinn er ríkjandi í samfélaginu. Við vissum það reyndar fyrir að það var mikill mannauður hérna en við urðum áþreifanlega vör við það að fólk stóð þétt og vel saman og tók á þessu öllu saman af mikilli auðmýkt og æðruleysi.“
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. 13. desember 2019 23:16 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. 13. desember 2019 23:16
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17