Stuðningsmenn Man. United hrósa Romelu Lukaku fyrir svarið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:00 Romelu Lukaku hefur skorað 33 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Inter. Hann skoraði samtals 42 á tveimur tímabilum með Manchester United sem er alslæmt heldur. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira