Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 10:58 Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn. Getty/Brooks Kraft Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar. Bandaríkin Kína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar.
Bandaríkin Kína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira