Vill skoða hvort stofna eigi hóp sem vaktar kosningar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 10:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/epa Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira