Óþjálfað verkafólk fær ekki landvistarleyfi á Bretlandi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:16 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi um breytingar á innflytjendalöggjöf í fjölmiðlum í dag. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“. Bretland Brexit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“.
Bretland Brexit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira