Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2020 18:36 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15