Ævintýralegur sprettur Norðmannsins Erling Braut Håland í leik Dortmund og PSG í gær hefur vakið heimsathygli. Það er góð ástæða fyrir því.
Hann tók á sprett eftir hornspyrnu og nú hefur verið mælt að hann hljóp 60 metra á 6,64 sekúndum. Heimsmetið í 60 metra hlaupi er 6,34 sekúndur. Þessi sprettur er svo fáranlegur að það er engu líkara en að aðrir á vellinum séu sýndir hægt á meðan hann skeiðar upp völlinn.
Þessi 19 ára gamli Norðmaður er ótrúlegur íþróttamaður. Hann er ekki bara markaskorari. Pabbi hans var auðvitað atvinnumaður í fótbolta lengi en færri vita að móðir hans, Gry Marita, var Noregsmeistari í sjöþraut. Það er nóg af íþróttagenum í stráknum.
Er Håland var fimm ára þá bætti hann heimsmet í langstökki án atrennu. Hann á enn það sérkennilega heimsmet.
Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum tóku þetta fyrir í gær. Þeir verða aftur á ferðinni í kvöld klukkan 19.15.
Håland 30 sekúndubrotum frá heimsmetinu í 60 metra hlaupi | Myndband

Tengdar fréttir

Sjáðu þrumufleyg Håland og sigurmarkið í Madríd
Atletico Madrid og Borussia Dortmund eru yfir í fyrstu einvígunum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt.