Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna fagna marki Håland á móti PSG í Meistaradeildinni í gær ásamt félögum sínum í Dortmund liðinu. Getty/Jörg Schüler/ Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira