Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 10:30 Erling Braut Håland fagnar sigrinum á PSG í gær með félögum sínum í Dortmund. Getty/Erwin Spek Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira