Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 22:00 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir. Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir.
Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira