Ný gögn í Sönnum íslenskum sakamálum gætu leitt til endurupptöku rannsóknar á óhugnanlegu morði Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 19:30 Frétt Morgunblaðsins þann 19. janúar 1968. Tímarit.is/Morgunblaðið Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið nú kanna hvort tilefni sé til að hefja aftur rannsókn á óupplýstu morði sem átti sér stað árið 1968 í kjölfar nýrra vísbendinga. Sú vinna sé þó einungis á byrjunarstigi. Í nýjum þáttum af Sönnum íslenskum sakamálum fjallar Sigursteinn Másson um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni á Laugalæk. Fram kom í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Sigursteinn telji sig hafa fundið sterka vísbendingu í málinu og hann hafi upplýst lögreglu gang mála. Lögreglan hefur í kjölfarið óskað eftir öllum gögnum frá Sigursteini. Skotinn í hnakkann um borð í leigubíl Að sögn Karls Steinars yfirlögregluþjóns er um að ræða afar óhugnanlegt mál en talið er að Gunnar Tryggvason hafi verið skotinn í hnakkann með skammbyssu þann 18. janúar 1968 um borð í leigubíl sínum. Þegar lík hans fannst var bílinn, sem var staðsettur í miðju íbúðahverfi, enn í gangi og gjaldmælirinn enn á. Sá sem framdi verknaðinn náðist aldrei. Karl segir að Sigurbjörn hafi haft samband við lögregluna fyrir nokkru síðan og að kallað hafi verið til fundar í kjölfarið. „Okkur finnst allavega tilefni til þess að kalla saman allt það sem er til hjá bæði embættinu og eins það sem hann hafði gert. Náttúrulega talsvert mikil rannsóknarvinna hjá honum á ýmsum sviðum. Eiginlega planið hjá okkur núna er að fara aðeins yfir það og vega og meta hvort að við teljum tilefni til þess að hefja rannsókn.“ Hinn grunaði sýknaður af ákærum Sveinbjörn Gíslason var ákærður fyrir morðið á sínum tíma eftir að lögregla taldi sig hafa fundið morðvopnið í bifreið hans. Sveinbjörn neitaði sök og ekki tókst að sanna að hann hafi framið morðið. „Þetta er eitt af sérstæðari málum af því að það er einstaklingur sem situr í gæsluvarðhaldi í nokkuð marga mánuði, níu mánuði ef ég man rétt. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt viðkomandi en hann er sýknaður bæði í héraði og hæstarétti. Á báðum dómstigum þá klofnar dómurinn þannig að það er minnihlutinn sem vill sakfella hann. Þannig að þetta hefur greinilega verið mikið vafamál í öllu þessu ferli,“ segir Karl. Ný gögn sem Sigursteinn hafi aflað við vinnslu þáttanna bendi hins vegar til þess að Þráinn Hleinar Kristjánsson gæti tengst morðinu. Í hlaðvarpsþáttunum sem finna má á Storytel greina systkinin Valgeir og Sigurbjörg Skagfjörð frá því að Þráinn hafi heimsótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og fullyrt að hann hafi drepið mann með umræddri byssu. Þráinn var síðar sakfelldur fyrir hrottafengið morð með hníf árið 1979 en hann lést árið 2018. Vinna að því að safna saman sönnunargögnum Karl segir að nú sé unnið að því að fá yfirlit yfir sönnunargögn málsins. „Það er raunverulega það sem við munum fara í að skoða, hvað er til og hvert er raunverulega tækifæri okkar til þess að fara fram á skoðun, þannig að þetta er raunverulega í algjörum byrjunarfasa hjá okkur.“ Aðspurður um það hvort að mögulega verði hægt að upplýsa málið með hjálp nýlegrar DNA greiningartækni sem hafi upplýst fjölda óupplýstra mála erlendis á síðustu árum segir Karl slíkt koma til greina. „Við eigum sem sagt alveg möguleikann á því, svo framarlega sem að slík sýni eru til staðar þá er ýmislegt hægt að gera. Það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða.“ Lögreglumál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið nú kanna hvort tilefni sé til að hefja aftur rannsókn á óupplýstu morði sem átti sér stað árið 1968 í kjölfar nýrra vísbendinga. Sú vinna sé þó einungis á byrjunarstigi. Í nýjum þáttum af Sönnum íslenskum sakamálum fjallar Sigursteinn Másson um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni á Laugalæk. Fram kom í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Sigursteinn telji sig hafa fundið sterka vísbendingu í málinu og hann hafi upplýst lögreglu gang mála. Lögreglan hefur í kjölfarið óskað eftir öllum gögnum frá Sigursteini. Skotinn í hnakkann um borð í leigubíl Að sögn Karls Steinars yfirlögregluþjóns er um að ræða afar óhugnanlegt mál en talið er að Gunnar Tryggvason hafi verið skotinn í hnakkann með skammbyssu þann 18. janúar 1968 um borð í leigubíl sínum. Þegar lík hans fannst var bílinn, sem var staðsettur í miðju íbúðahverfi, enn í gangi og gjaldmælirinn enn á. Sá sem framdi verknaðinn náðist aldrei. Karl segir að Sigurbjörn hafi haft samband við lögregluna fyrir nokkru síðan og að kallað hafi verið til fundar í kjölfarið. „Okkur finnst allavega tilefni til þess að kalla saman allt það sem er til hjá bæði embættinu og eins það sem hann hafði gert. Náttúrulega talsvert mikil rannsóknarvinna hjá honum á ýmsum sviðum. Eiginlega planið hjá okkur núna er að fara aðeins yfir það og vega og meta hvort að við teljum tilefni til þess að hefja rannsókn.“ Hinn grunaði sýknaður af ákærum Sveinbjörn Gíslason var ákærður fyrir morðið á sínum tíma eftir að lögregla taldi sig hafa fundið morðvopnið í bifreið hans. Sveinbjörn neitaði sök og ekki tókst að sanna að hann hafi framið morðið. „Þetta er eitt af sérstæðari málum af því að það er einstaklingur sem situr í gæsluvarðhaldi í nokkuð marga mánuði, níu mánuði ef ég man rétt. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt viðkomandi en hann er sýknaður bæði í héraði og hæstarétti. Á báðum dómstigum þá klofnar dómurinn þannig að það er minnihlutinn sem vill sakfella hann. Þannig að þetta hefur greinilega verið mikið vafamál í öllu þessu ferli,“ segir Karl. Ný gögn sem Sigursteinn hafi aflað við vinnslu þáttanna bendi hins vegar til þess að Þráinn Hleinar Kristjánsson gæti tengst morðinu. Í hlaðvarpsþáttunum sem finna má á Storytel greina systkinin Valgeir og Sigurbjörg Skagfjörð frá því að Þráinn hafi heimsótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og fullyrt að hann hafi drepið mann með umræddri byssu. Þráinn var síðar sakfelldur fyrir hrottafengið morð með hníf árið 1979 en hann lést árið 2018. Vinna að því að safna saman sönnunargögnum Karl segir að nú sé unnið að því að fá yfirlit yfir sönnunargögn málsins. „Það er raunverulega það sem við munum fara í að skoða, hvað er til og hvert er raunverulega tækifæri okkar til þess að fara fram á skoðun, þannig að þetta er raunverulega í algjörum byrjunarfasa hjá okkur.“ Aðspurður um það hvort að mögulega verði hægt að upplýsa málið með hjálp nýlegrar DNA greiningartækni sem hafi upplýst fjölda óupplýstra mála erlendis á síðustu árum segir Karl slíkt koma til greina. „Við eigum sem sagt alveg möguleikann á því, svo framarlega sem að slík sýni eru til staðar þá er ýmislegt hægt að gera. Það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða.“
Lögreglumál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira