„Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2020 14:45 Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“ Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“
Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira