Leggðu þig - þá líður þetta hjá Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun