Upptökur úr búkmyndavél sendar til NEL Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2020 07:33 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01