Hvar voru þau? Flosi Eiríksson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flosi Eiríksson Kjaramál Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar