Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2020 15:27 Málið á hendur Ríkisútvarpinu ohf var stílað á Sunnu Valgerðardóttur fréttamann og Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóra. Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað, það hafi valdið umbjóðanda sínum slíku tjóni að það verið að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir. Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.
Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17