Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2020 15:27 Málið á hendur Ríkisútvarpinu ohf var stílað á Sunnu Valgerðardóttur fréttamann og Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóra. Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað, það hafi valdið umbjóðanda sínum slíku tjóni að það verið að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir. Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.
Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17