Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Ræða Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, féll ekki í kramið. AP/Andrew Caballero-Reynolds Öryggisráðstefnan í München um helgina varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. Viðtökurnar virðast hafa komið Bandaríkjamönnum á óvart en Evrópumenn kvörtuðu yfir sífellt minnkandi áhuga yfirvalda Bandaríkjanna á hlutverki þeirra sem leiðtogi Vesturveldanna og hljómuðu áköll eftir því að Evrópa stæði saman og skipaði sér sess meðal stórvelda heimsins. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, opnaði ráðstefnuna þar sem pólitískir leiðtogar heimsins koma saman, auk herforingja og erindreka, á því að saka ríkisstjórn Donald Trump um að „hafna alþjóðasamfélaginu“. „Hvert ríki ætti að berjast fyrir sig sjálft og setja eigin hag ofar annarra. Mikill á nýjan leik, jafnvel á kostnað nágranna og bandamanna,“ sagði Steinmeier um utanríkisstefnu Bandaríkjanna eða það hvernig hann sæi hana. Aðrir leiðtogar Evrópu slógu á svipaða strengi. Þetta er í 56. sinn sem ráðstefnan er haldin og þykir hún að mörgu leyti hafa verið einstök þetta árið. Orðræða leiðtoga Evrópu fór verulega fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum sem segja Bandaríkin staðráðin í að viðhalda alþjóðasamfélaginu og bandalögum Bandaríkjanna. Sagði Vestrið vera að vinna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði ummælin um samband Evrópu og Bandaríkjanna ekki í samræmi við raunveruleikann. Sögusagnir um dauðakippi Atlantshafsbandalaganna væru ýktar og hreinlega rangar. Hann sagði Bandaríkin ekki hafa varið meira í varnir Evrópu frá lokum Kalda stríðsins og hann hefði sjálfur ferðast þrisvar sinnum til Þýskalands á síðustu fjórum mánuðum. „Eru það Bandaríkin sem hafna skyldu sinni? Höfum þetta á hreinu. Bandaríkin eru að berjast fyrir fullveldi og vini okkar,“ sagði Pompeo. Hann sagði Vestrið vera að „vinna“. Eins og bent er á í grein Politico er ekki útlit fyrir að margir hafi látið segjast við ummæli Pompeo. Frakkar og Þjóðverjar voru sannfærðir um að Pompeo hafi einungis verið tala við Trump og ekki fólkið á ráðstefnunni. Blaðamaður Deutche Weille, sem sat ráðstefnuna, segir í grein sem hann skrifaði að samband Vesturveldanna muni aldrei ná sömu hæðum aftur. Frá því Trump tók við embætti forseta og jafnvel lengur hefur hann gagnrýnt Evrópu harðlega. Þá hefur hann krafist þess að ríki Evrópu sem eru í Atlantshafsbandalaginu veiti meira fé til varnarmála en í samningi NATO segir að ríki eigi að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, þó þess sé ekki krafist. Fá ríki hafa náð þessum viðmiðum. Trump hefur krafist þess að öll aðildarríki NATO verji tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála og hefur hann ítrekað ýjað að því Evrópa skuldi Bandaríkjunum þessa peninga. Slík ummæli, og önnur um það að Evrópa hafi í áratugi nýtt sér góðvild Bandaríkjanna, hafa farið verulega í taugarnar á leiðtogum Evrópu. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi ítrekað lýst því yfir að hann vilji draga Bandaríkin úr NATO. Þegar fyrrverandi varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra Trump reyndu að kynna fyrir Trump hvað Bandaríkin græddu á þeim bandalögum sem mynduðust í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar endaði sá fundur á því að Trump hellti sér yfir hershöfðingja sína og aðra sem sátu fundinn. Sjá einnig: Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið - „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Önnur ummæli Trump um NATO og þá meðal annars þau að bandalagið sé úr sér gengið og að Bandaríkin myndu mögulega ekki koma öðrum ríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau, hafa sömuleiðis ýtt undir það sjónarmið Evrópuleiðtoga að heimsálfan geti ekki reitt sig á Bandaríkin til lengdar. Ræða Pompeo féll ekki í kramið hjá Evrópumönnum. Einn viðmælandi Washington Post sem er háttsettur evrópskur embættismaður, benti á að utanríkisráðherrann hefði minnst þrettán sinnum talað um fullveldi í ræðu sinni. Það er talið vera dulmál Trump-liða gegn alþjóðastofnunum eins og Evrópusambandinu. Evrópskir ráðamenn tóku eftir þessari orðanotkun. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.MSC/Niedermueller Vilja sameiginlegan herafla Umræðan um stofnun einhvers konar sameiginlegs herafla í Evrópu hefur sjaldan verið háværari en á öryggisráðstefnunni í München þetta árið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var á þeim nótum og það var Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, einnig. Maas, sem hélt ræðu á undan Macron, kallaði eftir því að Evrópa myndaði eigin sameiginlegan herafla innan tíu ára. Hann sagði sömuleiðis að yfirvöld Þýskalands væru tilbúin til viðræðna við Frakka um stefnumál varðandi kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Í ræðu sinni sagði Maas að íbúar Evrópu hefðu of lengi lokað augunum gagnvart þeim raunveruleika hvaða áhrif minni þátttaka Bandaríkjanna í málefnum Evrópu hefði. Hunsið tístin Sama hvað sendinefnd Bandaríkjanna ítrekaði fyrir embættismönnum í Evrópu að Bandaríkin stæðu við bakið á bandamönnum sínum, dugaði það ekki til. Evrópubúar trúa þeim ekki og má að miklu leyti rekja það til ítrekaðrar gagnrýni Trump á bandamenn Bandaríkjanna og einhliða ákvarðana sem hann hefur tekið. Í einrúmi biðluðu erindrekar Bandaríkjanna til Evrópumanna um að „hunsa tístin“. Það virðist þó ekki hafa skilað miklum árangri. Þetta árið var sendinefnd Bandaríkjanna mun stærri en oft áður og innihélt bæði meðlimi ríkisstjórnar Trump og fjölmarga þingmenn. Allir Bandaríkjamenn virðast sammála um að tónn Evrópumanna hafi komið þeim á óvart. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir miklum áhyggjum og jafnvel reiði út í forsvarsmenn Evrópu. Mike Turner, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði Politico að það kæmi honum á óvart að Bandaríkin þyrftu að verja skuldbindingu sína gagnvart Evrópu á sama tíma og ríkið væri að verja milljörðum dala til varnar heimsálfunni. Hann sagði Evrópu eiga að einblína á það sem Bandaríkin gerðu. Turner sagðist sérstaklega pirraður yfir því að Þjóðverjar stefni ekki á að verja tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála fyrr en árið 2031. „John F. Kennedy fór til tunglsins á helmingi þess tíma,“ sagði Turner. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.MSC/Hennemuth Ná ekki til Evrópu varðandi Kína Annað deilumál á milli ríkja Evrópu og Bandaríkjanna snýr að Kína. Sendinefnd Bandaríkjanna varði miklu púðri í að ítreka fyrir öðrum sem sóttu ráðstefnuna að Kína væri andstæðingur Vesturveldanna sjálfra. Í ræðu sinni sagði Pompeo að Kína ætti í deilum um landamæri og lögsögu við nánast hvern einasta nágranna sinn og að ríkið beitti önnur hótanir varðandi málefni bæði Taívan og Hong Kong. Þar að auki væru kínversk tæknifyrirtæki á laun að vinna fyrir leyniþjónustu ríkisins. Ríkisstjórn Trump hefur unnið hörðum höndum að því að þvinga bandamenn Bandaríkjanna til þess að meina kínverska fyrirtækinu Huawei að koma að uppbyggingu 5G kerfa. Sú vinna hefur þó ekki skilað miklum árangri og þá sérstaklega í Evrópu. Gagnrýnendur Trump vilja meina að aðfarir forsetans sjálfs spili þar stóra rullu. Í stað þess að reyna að mynda samstöðu um það að aðkoma Huawei skapi hættu á lekum upplýsinga og skemmdaverkum, eins og færa má rök fyrir, beitti forsetinn þvingunum og hótaði meðal annars að beita tollum gegn ríkjum sem bönnuðu ekki Huawei. Robert Menendez, þingmaður Demókrataflokksins, tók undir þessa gagnrýni og sagði að staðan væri allt önnur og betri ef samstaða hefði verið mynduð. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu skömmu á eftir Pompeo og gagnrýndi hann einnig Kína harðlega. Hann sagði að undir stjórn Xi Jinping, forseta Kína, hefði ríkið tekið ranga stefnu í nánast öllum málaflokkum og nefndi hann sérstaklega frelsi Kínverja og herafla Kína. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Esper ítrekaði þó að Bandaríkin sæktust ekki eftir átökum við Kína. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sótti einnig ráðstefnuna og sagði hann ummæli Pompeo og Esper til marks um samblöndu af mikilmennskubrjálæði og ofsóknaræði. Hann sagði að Vesturveldin þyrftu að breyta viðhorfi sínu gagnvart Kína og „virða val kínverska fólksins“. Þar að auki þyrfti Vestrið að bera virðingu fyrir því að Kína væri með annars konar stjórnkerfi. Eftir ræðu hans sagði Wang að allt sem Pompeo og Esper hefðu sagt væru lygar. Óljós staða vegna kosninga Það kemur væntanlega í ljós á komandi vikum og mánuðum hvort umræðan um aukið sjálfstæði Evrópu gagnvart Bandaríkjunum verði áfram háværari eða deyi út. Þá munu komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum án efa skipta miklu máli varðandi viðhorf ráðamanna Evrópu til Bandaríkjanna. Bandaríkin Evrópusambandið Frakkland Fréttaskýringar Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Öryggisráðstefnan í München um helgina varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. Viðtökurnar virðast hafa komið Bandaríkjamönnum á óvart en Evrópumenn kvörtuðu yfir sífellt minnkandi áhuga yfirvalda Bandaríkjanna á hlutverki þeirra sem leiðtogi Vesturveldanna og hljómuðu áköll eftir því að Evrópa stæði saman og skipaði sér sess meðal stórvelda heimsins. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, opnaði ráðstefnuna þar sem pólitískir leiðtogar heimsins koma saman, auk herforingja og erindreka, á því að saka ríkisstjórn Donald Trump um að „hafna alþjóðasamfélaginu“. „Hvert ríki ætti að berjast fyrir sig sjálft og setja eigin hag ofar annarra. Mikill á nýjan leik, jafnvel á kostnað nágranna og bandamanna,“ sagði Steinmeier um utanríkisstefnu Bandaríkjanna eða það hvernig hann sæi hana. Aðrir leiðtogar Evrópu slógu á svipaða strengi. Þetta er í 56. sinn sem ráðstefnan er haldin og þykir hún að mörgu leyti hafa verið einstök þetta árið. Orðræða leiðtoga Evrópu fór verulega fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum sem segja Bandaríkin staðráðin í að viðhalda alþjóðasamfélaginu og bandalögum Bandaríkjanna. Sagði Vestrið vera að vinna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði ummælin um samband Evrópu og Bandaríkjanna ekki í samræmi við raunveruleikann. Sögusagnir um dauðakippi Atlantshafsbandalaganna væru ýktar og hreinlega rangar. Hann sagði Bandaríkin ekki hafa varið meira í varnir Evrópu frá lokum Kalda stríðsins og hann hefði sjálfur ferðast þrisvar sinnum til Þýskalands á síðustu fjórum mánuðum. „Eru það Bandaríkin sem hafna skyldu sinni? Höfum þetta á hreinu. Bandaríkin eru að berjast fyrir fullveldi og vini okkar,“ sagði Pompeo. Hann sagði Vestrið vera að „vinna“. Eins og bent er á í grein Politico er ekki útlit fyrir að margir hafi látið segjast við ummæli Pompeo. Frakkar og Þjóðverjar voru sannfærðir um að Pompeo hafi einungis verið tala við Trump og ekki fólkið á ráðstefnunni. Blaðamaður Deutche Weille, sem sat ráðstefnuna, segir í grein sem hann skrifaði að samband Vesturveldanna muni aldrei ná sömu hæðum aftur. Frá því Trump tók við embætti forseta og jafnvel lengur hefur hann gagnrýnt Evrópu harðlega. Þá hefur hann krafist þess að ríki Evrópu sem eru í Atlantshafsbandalaginu veiti meira fé til varnarmála en í samningi NATO segir að ríki eigi að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, þó þess sé ekki krafist. Fá ríki hafa náð þessum viðmiðum. Trump hefur krafist þess að öll aðildarríki NATO verji tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála og hefur hann ítrekað ýjað að því Evrópa skuldi Bandaríkjunum þessa peninga. Slík ummæli, og önnur um það að Evrópa hafi í áratugi nýtt sér góðvild Bandaríkjanna, hafa farið verulega í taugarnar á leiðtogum Evrópu. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi ítrekað lýst því yfir að hann vilji draga Bandaríkin úr NATO. Þegar fyrrverandi varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra Trump reyndu að kynna fyrir Trump hvað Bandaríkin græddu á þeim bandalögum sem mynduðust í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar endaði sá fundur á því að Trump hellti sér yfir hershöfðingja sína og aðra sem sátu fundinn. Sjá einnig: Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið - „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Önnur ummæli Trump um NATO og þá meðal annars þau að bandalagið sé úr sér gengið og að Bandaríkin myndu mögulega ekki koma öðrum ríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau, hafa sömuleiðis ýtt undir það sjónarmið Evrópuleiðtoga að heimsálfan geti ekki reitt sig á Bandaríkin til lengdar. Ræða Pompeo féll ekki í kramið hjá Evrópumönnum. Einn viðmælandi Washington Post sem er háttsettur evrópskur embættismaður, benti á að utanríkisráðherrann hefði minnst þrettán sinnum talað um fullveldi í ræðu sinni. Það er talið vera dulmál Trump-liða gegn alþjóðastofnunum eins og Evrópusambandinu. Evrópskir ráðamenn tóku eftir þessari orðanotkun. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.MSC/Niedermueller Vilja sameiginlegan herafla Umræðan um stofnun einhvers konar sameiginlegs herafla í Evrópu hefur sjaldan verið háværari en á öryggisráðstefnunni í München þetta árið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var á þeim nótum og það var Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, einnig. Maas, sem hélt ræðu á undan Macron, kallaði eftir því að Evrópa myndaði eigin sameiginlegan herafla innan tíu ára. Hann sagði sömuleiðis að yfirvöld Þýskalands væru tilbúin til viðræðna við Frakka um stefnumál varðandi kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Í ræðu sinni sagði Maas að íbúar Evrópu hefðu of lengi lokað augunum gagnvart þeim raunveruleika hvaða áhrif minni þátttaka Bandaríkjanna í málefnum Evrópu hefði. Hunsið tístin Sama hvað sendinefnd Bandaríkjanna ítrekaði fyrir embættismönnum í Evrópu að Bandaríkin stæðu við bakið á bandamönnum sínum, dugaði það ekki til. Evrópubúar trúa þeim ekki og má að miklu leyti rekja það til ítrekaðrar gagnrýni Trump á bandamenn Bandaríkjanna og einhliða ákvarðana sem hann hefur tekið. Í einrúmi biðluðu erindrekar Bandaríkjanna til Evrópumanna um að „hunsa tístin“. Það virðist þó ekki hafa skilað miklum árangri. Þetta árið var sendinefnd Bandaríkjanna mun stærri en oft áður og innihélt bæði meðlimi ríkisstjórnar Trump og fjölmarga þingmenn. Allir Bandaríkjamenn virðast sammála um að tónn Evrópumanna hafi komið þeim á óvart. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir miklum áhyggjum og jafnvel reiði út í forsvarsmenn Evrópu. Mike Turner, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði Politico að það kæmi honum á óvart að Bandaríkin þyrftu að verja skuldbindingu sína gagnvart Evrópu á sama tíma og ríkið væri að verja milljörðum dala til varnar heimsálfunni. Hann sagði Evrópu eiga að einblína á það sem Bandaríkin gerðu. Turner sagðist sérstaklega pirraður yfir því að Þjóðverjar stefni ekki á að verja tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála fyrr en árið 2031. „John F. Kennedy fór til tunglsins á helmingi þess tíma,“ sagði Turner. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.MSC/Hennemuth Ná ekki til Evrópu varðandi Kína Annað deilumál á milli ríkja Evrópu og Bandaríkjanna snýr að Kína. Sendinefnd Bandaríkjanna varði miklu púðri í að ítreka fyrir öðrum sem sóttu ráðstefnuna að Kína væri andstæðingur Vesturveldanna sjálfra. Í ræðu sinni sagði Pompeo að Kína ætti í deilum um landamæri og lögsögu við nánast hvern einasta nágranna sinn og að ríkið beitti önnur hótanir varðandi málefni bæði Taívan og Hong Kong. Þar að auki væru kínversk tæknifyrirtæki á laun að vinna fyrir leyniþjónustu ríkisins. Ríkisstjórn Trump hefur unnið hörðum höndum að því að þvinga bandamenn Bandaríkjanna til þess að meina kínverska fyrirtækinu Huawei að koma að uppbyggingu 5G kerfa. Sú vinna hefur þó ekki skilað miklum árangri og þá sérstaklega í Evrópu. Gagnrýnendur Trump vilja meina að aðfarir forsetans sjálfs spili þar stóra rullu. Í stað þess að reyna að mynda samstöðu um það að aðkoma Huawei skapi hættu á lekum upplýsinga og skemmdaverkum, eins og færa má rök fyrir, beitti forsetinn þvingunum og hótaði meðal annars að beita tollum gegn ríkjum sem bönnuðu ekki Huawei. Robert Menendez, þingmaður Demókrataflokksins, tók undir þessa gagnrýni og sagði að staðan væri allt önnur og betri ef samstaða hefði verið mynduð. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu skömmu á eftir Pompeo og gagnrýndi hann einnig Kína harðlega. Hann sagði að undir stjórn Xi Jinping, forseta Kína, hefði ríkið tekið ranga stefnu í nánast öllum málaflokkum og nefndi hann sérstaklega frelsi Kínverja og herafla Kína. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Esper ítrekaði þó að Bandaríkin sæktust ekki eftir átökum við Kína. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sótti einnig ráðstefnuna og sagði hann ummæli Pompeo og Esper til marks um samblöndu af mikilmennskubrjálæði og ofsóknaræði. Hann sagði að Vesturveldin þyrftu að breyta viðhorfi sínu gagnvart Kína og „virða val kínverska fólksins“. Þar að auki þyrfti Vestrið að bera virðingu fyrir því að Kína væri með annars konar stjórnkerfi. Eftir ræðu hans sagði Wang að allt sem Pompeo og Esper hefðu sagt væru lygar. Óljós staða vegna kosninga Það kemur væntanlega í ljós á komandi vikum og mánuðum hvort umræðan um aukið sjálfstæði Evrópu gagnvart Bandaríkjunum verði áfram háværari eða deyi út. Þá munu komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum án efa skipta miklu máli varðandi viðhorf ráðamanna Evrópu til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Evrópusambandið Frakkland Fréttaskýringar Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira