Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 18:19 Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Sigurjón Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18