Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 18:19 Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Sigurjón Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18