Segir tímabært að endurskoða launakerfið í heild Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 13:16 Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR. Vísir/vilhelm Dr. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir minni tekjudreifingu vera hér á landi samanborið við aðrar þjóðir. Hún segir umræðu um að meta menntun til launa byggja á þeirri hugsun að menntun sé fjárfesting sem eigi að mæta með hærri launum vegna tekjutaps á meðan menntun stóð og þeirri vinnu sem fór í menntunina. Katrín var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt þeim Drífu Snædal forseta ASÍ og Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Hún segir það að mörgu leyti eftirsóknarvert að lítil tekjudreifing sé hér á landi. Þannig sé ekki mikill munur á þeim hæst launuðu og lægst launuðu sem sé jákvætt í samfélagi sem byggi á jöfnuði og segir það vera til þess vinnandi að halda í þá hugsjón. Þó sé farið að bera meira á undantekningum frá þeim jöfnuði og rík ástæða til þess að endurskoða kerfið í heild sinni. „Kerfislægt eru kvennastéttirnar svolítið lægri og þannig það er spurning hvort það sé einhverjar leifar frá 1970 sem er tími til kominn að endurskoða. Að mörgu leyti er þessi staða í dag afleiðing af þessu launasamningskerfi sem við erum með. Það var náttúrulega fyrir nokkrum árum farið að horfa á norrænu leiðina, hvort hún gæti skilað okkur, sú tilraun rann svolítið út í sandinn,“ segir Katrín en að hennar sögn byggir sú leið á samþykki allra hópa. Því gæti enginn verið neyddur til þess að fara þá leið. Katrín segir ýmis vandamál fylgja því að hækka laun lægstu hópanna því við það minnkar bilið og þá fara þeir sem ofar eru í launastiganum að krefjast svipaðrar hækkunar. „Um leið og þú hækkar einn hóp sem er neðarlega í launadreifingunni þá fer hann að rekast í næstu sem vilja þá hafa mun á milli. Að menntun sé að einhverju leyti metin til launa.“ Hún segir samfélagið lengi hafa verið í klemmu með launakerfið. Hæst launuðu hóparnir eigi auðveldara með að slíta sig frá þeim lægstu. Hún veltir fyrir sér hvort það þurfi ekki að endurskoða það kerfi sem notast er við hér á landi. „Ég veit ekki hvað er besta leiðin en ég held það sé kominn tími til að aðilar í samningum fari að endurskoða kerfið í heild.“ Að meta menntun til launa „óþolandi klisja“ Drífa Snædal segist sammála því að mörg gild rök séu fyrir því að meta eigi menntun til launa. Þó hafi hún varað við því að efnahagslegur hvati búi að baki menntun og segist hún sjálf trúa því að fæstir mennti sig í þeirri von um að auka tekjur sínar til muna. „Menntun er góð í sjálfri sér og ég held að mjög fáir fari í menntun af því að þeir sjái einhvern sérstakan efnahagslegan hvata. Allar mestu framfarir og fólk sem er að gera það besta í tilverunni, það er að mennta sig óháð því hvort að það fái endilega greitt fyrir það. Ég efast um að Hildur Guðnadóttir hafi ákveðið að mennta sig í tónlist því það var um svo auðugan garð að grisja þar,“ segir Drífa. Hún segir framþróun samfélagsins byggja á því að fólk geri nákvæmlega það sem hæfileikar þeirra og hugur stendur til. Menntun sé mikilvæg en þó þurfi að hafa í huga að atvinnulífið sé að breytast mjög mikið. Drífa Snædal.visir/vilhelm „Ég tel að fjöldi þeirra sem eru háskólamenntaðir, sem eru að vinna ófaglærð störf, hafi fjölgað mjög mikið. Þá erum við að tala um sérstaklega í ferðaþjónustunni. Það eru margar hliðar á þessum peningi og atvinnulífið okkar er að breytast og við þurfum að taka tillit til þess líka í þessari umræðu.“ Hún segir fyrst og fremst þurfa að endurmeta umönnunarstörf og kvennastörf, sem hafi verið skilin eftir í launastiganum. Henni finnist óþolandi klisja að heyra því fleygt fram að meta eigi menntun til launa því það sé ekki farið nákvæmlega út í hvað það þýði. „Mér finnst að meta menntun til launa mest óþolandi klisjan í kjarabaráttu því það eru allir að beita henni. Það er aldrei farið á dýptina og það er aldrei sagt: Hvað meinið þið með því að meta menntun til launa?“ Hún segir margar leiðir vera til þess og nefnir það námslánakerfið sem dæmi. „Ég vil segja það að þegar fólk fer fram með þetta, að meta menntun til launa, þá þurfum við aðeins að kafa dýpra í það og það eru leiðir til þess að meta menntun til launa, sérstaklega í gegnum námslánakerfið, og það er náttúrulega verið að breyta því,“ segir Drífa en áréttar að það skipti höfuð máli að fólk geti lifað af á laununum sínum. „Ef við ætlum að ræða tekjusetningu þá er frumskilyrði að fólk geti lifað á laununum sínum. Svo skulum við ræða hitt. Við þurfum að koma þeim lægst launuðu upp í það sem kostar að lifa.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Eðlilegt að menntun skili sér í launakjörum Aðspurður sagðist Birgir Ármannsson vera sammála mörgu því sem Katrín og Drífa sögðu. Það væri eðlilegt að menntun skilaði sér í hærri tekjum og það þyrfti að hafa það í huga en aðrir þættir spiluðu einnig inn í heildarmyndina. „Það eru svo margir aðrir þættir sem hafa áhrif á það hvernig launaseðill einstakra hópa kemur út. Það er bæði að einhverju leyti spurning um ábyrgð, það er að einhverju leyti spurning um framboð og eftirspurn,“ segir Birgir Nefnir að kerfið í heild sinni byggir á kjarasamningum einstakra hópa eða jafnvel einstaklinga. Hann ítrekar þó að fleiri þættir spili inn í. „Ef spurningin er einfaldlega sú: Er eðlilegt að menntun skili sér í launakjörum? Þá er svarið já en áhrifaþættirnir hljóta að vera miklu fleiri þegar málin eru skoðuð heildstætt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Dr. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir minni tekjudreifingu vera hér á landi samanborið við aðrar þjóðir. Hún segir umræðu um að meta menntun til launa byggja á þeirri hugsun að menntun sé fjárfesting sem eigi að mæta með hærri launum vegna tekjutaps á meðan menntun stóð og þeirri vinnu sem fór í menntunina. Katrín var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt þeim Drífu Snædal forseta ASÍ og Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Hún segir það að mörgu leyti eftirsóknarvert að lítil tekjudreifing sé hér á landi. Þannig sé ekki mikill munur á þeim hæst launuðu og lægst launuðu sem sé jákvætt í samfélagi sem byggi á jöfnuði og segir það vera til þess vinnandi að halda í þá hugsjón. Þó sé farið að bera meira á undantekningum frá þeim jöfnuði og rík ástæða til þess að endurskoða kerfið í heild sinni. „Kerfislægt eru kvennastéttirnar svolítið lægri og þannig það er spurning hvort það sé einhverjar leifar frá 1970 sem er tími til kominn að endurskoða. Að mörgu leyti er þessi staða í dag afleiðing af þessu launasamningskerfi sem við erum með. Það var náttúrulega fyrir nokkrum árum farið að horfa á norrænu leiðina, hvort hún gæti skilað okkur, sú tilraun rann svolítið út í sandinn,“ segir Katrín en að hennar sögn byggir sú leið á samþykki allra hópa. Því gæti enginn verið neyddur til þess að fara þá leið. Katrín segir ýmis vandamál fylgja því að hækka laun lægstu hópanna því við það minnkar bilið og þá fara þeir sem ofar eru í launastiganum að krefjast svipaðrar hækkunar. „Um leið og þú hækkar einn hóp sem er neðarlega í launadreifingunni þá fer hann að rekast í næstu sem vilja þá hafa mun á milli. Að menntun sé að einhverju leyti metin til launa.“ Hún segir samfélagið lengi hafa verið í klemmu með launakerfið. Hæst launuðu hóparnir eigi auðveldara með að slíta sig frá þeim lægstu. Hún veltir fyrir sér hvort það þurfi ekki að endurskoða það kerfi sem notast er við hér á landi. „Ég veit ekki hvað er besta leiðin en ég held það sé kominn tími til að aðilar í samningum fari að endurskoða kerfið í heild.“ Að meta menntun til launa „óþolandi klisja“ Drífa Snædal segist sammála því að mörg gild rök séu fyrir því að meta eigi menntun til launa. Þó hafi hún varað við því að efnahagslegur hvati búi að baki menntun og segist hún sjálf trúa því að fæstir mennti sig í þeirri von um að auka tekjur sínar til muna. „Menntun er góð í sjálfri sér og ég held að mjög fáir fari í menntun af því að þeir sjái einhvern sérstakan efnahagslegan hvata. Allar mestu framfarir og fólk sem er að gera það besta í tilverunni, það er að mennta sig óháð því hvort að það fái endilega greitt fyrir það. Ég efast um að Hildur Guðnadóttir hafi ákveðið að mennta sig í tónlist því það var um svo auðugan garð að grisja þar,“ segir Drífa. Hún segir framþróun samfélagsins byggja á því að fólk geri nákvæmlega það sem hæfileikar þeirra og hugur stendur til. Menntun sé mikilvæg en þó þurfi að hafa í huga að atvinnulífið sé að breytast mjög mikið. Drífa Snædal.visir/vilhelm „Ég tel að fjöldi þeirra sem eru háskólamenntaðir, sem eru að vinna ófaglærð störf, hafi fjölgað mjög mikið. Þá erum við að tala um sérstaklega í ferðaþjónustunni. Það eru margar hliðar á þessum peningi og atvinnulífið okkar er að breytast og við þurfum að taka tillit til þess líka í þessari umræðu.“ Hún segir fyrst og fremst þurfa að endurmeta umönnunarstörf og kvennastörf, sem hafi verið skilin eftir í launastiganum. Henni finnist óþolandi klisja að heyra því fleygt fram að meta eigi menntun til launa því það sé ekki farið nákvæmlega út í hvað það þýði. „Mér finnst að meta menntun til launa mest óþolandi klisjan í kjarabaráttu því það eru allir að beita henni. Það er aldrei farið á dýptina og það er aldrei sagt: Hvað meinið þið með því að meta menntun til launa?“ Hún segir margar leiðir vera til þess og nefnir það námslánakerfið sem dæmi. „Ég vil segja það að þegar fólk fer fram með þetta, að meta menntun til launa, þá þurfum við aðeins að kafa dýpra í það og það eru leiðir til þess að meta menntun til launa, sérstaklega í gegnum námslánakerfið, og það er náttúrulega verið að breyta því,“ segir Drífa en áréttar að það skipti höfuð máli að fólk geti lifað af á laununum sínum. „Ef við ætlum að ræða tekjusetningu þá er frumskilyrði að fólk geti lifað á laununum sínum. Svo skulum við ræða hitt. Við þurfum að koma þeim lægst launuðu upp í það sem kostar að lifa.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Eðlilegt að menntun skili sér í launakjörum Aðspurður sagðist Birgir Ármannsson vera sammála mörgu því sem Katrín og Drífa sögðu. Það væri eðlilegt að menntun skilaði sér í hærri tekjum og það þyrfti að hafa það í huga en aðrir þættir spiluðu einnig inn í heildarmyndina. „Það eru svo margir aðrir þættir sem hafa áhrif á það hvernig launaseðill einstakra hópa kemur út. Það er bæði að einhverju leyti spurning um ábyrgð, það er að einhverju leyti spurning um framboð og eftirspurn,“ segir Birgir Nefnir að kerfið í heild sinni byggir á kjarasamningum einstakra hópa eða jafnvel einstaklinga. Hann ítrekar þó að fleiri þættir spili inn í. „Ef spurningin er einfaldlega sú: Er eðlilegt að menntun skili sér í launakjörum? Þá er svarið já en áhrifaþættirnir hljóta að vera miklu fleiri þegar málin eru skoðuð heildstætt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira